27. mars 2014

Vogamarkaður

Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla og nemendafélag efna til markaðsdags í Tjarnarsal þann 29. mars næstkomandi milli kl. 11 og 15.

Á markaðnum mun kenna ýmissa grasa og verður forvitnilegt að sjá hvað verður á boðstólnum.

10. bekkur verður með kaffisölu og þeir sem vilja láta ljós sitt skína geta stigið á svið og látið aðra njóta listar sinnar.

Skráning fyrir söluaðstöðu er hjá Hrafnhildi í síma 866-2309 og þeir sem vilja troða upp skrái sig einnig þar.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Foreldra og nemendafélag Stóru-Vogaskóla

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School