2. júní 2015

Vordagar

 Kæru forráðamenn

Nú fer að líða að lokum skólaársins 2014-2015 og síðustu skóladagarnir framundan. Þá verðum við mikið útivið og því er mikilvægt að nemendur komi klæddir eftir veðri. Á vordögum er gott að vera með lítinn bakpoka (sundpoka) til að bera nesti og vatnsflösku á ferðum sínum. Dagskrá verður sem hér segir:

 

Mánudagur 1.júní:   Dagskrá frá kl.8:00, samkvæmt stundaskrá.  Skólahlaupið

Nemendur koma með skólatöskur og námsgögn samkvæmt stundaskrá. Einnig verða þeir að koma í léttum fötum og hafa góða skó til að hlaupa í. Ræsing frá íþróttahúsi c.a. kl. 10:00. Foreldrafélagið gefur drykki þegar komið er í mark. Athugið ekki má taka með sér hunda í hlaupið.

 

Þriðjudagur 2.júní:   Skertur dagur frá 9:00-12:00

 

1.-4. bekkur: Mæting kl. 9:00

Nemendur vinna að landgræðsluverkefni sínu og dreifa áburði og sá grasfræi. Einnig

verður farið í leiki í móanum. Nemendur eiga að vera klæddir eftir veðri og hafa

vettlinga fyrir sáninguna. Gott er að þeir taki með sér litla fötu undir fræin.

Pylsugrill í Aragerði í hádeginu: Nemendur fara heim að grilli loknu nema þeir sem fara í Frístund. 

 

5.-7.bekkur: Mæting kl. 9:00

Nemendur vinna að landgræðsluverkefni sínu  og gróðursetja tré við Háabjalla. Gott að mæta á hjóli að sjálfsögðu með hjálminn, ef nemendur mæta hjálmlausir þurfa þeir að ganga. Pylsugrill í hádeginu á Háabjalla að því loknu fara nemendur heim.

 

8.-10.bekkur:  Mæting kl. 9:00

Skólympíu-leikar. Fjölbreytt íþróttadagskrá í boði. Pylsugrill í hádeginu í Aragerði,

að því loknu fara nemendur heim.

 

Miðvikudagur 3.júní:   Skertur dagur frá 9:00-12:00

1.-4. bekkur: Mæting kl. 9:00. Farið í ýmsa fjölbreytta leiki á skólalóðinni. Einnig farið í fjöruna.

Hafa með sér fötur, skóflur og fleira til að nota við kastalagerð í fjörunni. 

Nemendur borða hádegismat  í skólanum, fara svo heim, nema þeir sem fara í Frístund.  

 

5.-7.bekkur:  Mæting kl. 9:00   Farið verður  í ratleik í Aragerði. Hádegismatur borðaður í

skólanum og fara nemendur svo heim að honum loknum.

 

8.-9.bekkur:   Mæting kl 9:00  Farið til Reykjavíkur í Lasertak og sund.

Nemendur fá pizzu í ferðinni og borða því ekki hádegismat í skólanum. Komið heim aftur seinnipartinn.

 

10.bekkur:  Mæting kl. 9:00 Forvarnarfræðsla og fleira.          

 

Fimmtudagur 4.júní:           Skipulagsdagur hjá starfsfólki, frí hjá nemendum.

 

Föstudagur 5.júní:                Skólaslit í Tjarnarsal

                                                1.- 7.bekkur   kl. 09:00

                                                8.-10.bekkur  kl. 10:30        

                                                                                           

 

 Bestu kveðjur,

 Starfsfólk Stóru-Vogaskóla

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School