20. maí 2019

Vordagar


Vordagar

 

Dagskrá:

27. maí – Skipulagsdagur. Nemendur ekki í skólanum.

28. maí – Þemadagar

29. maí – Þemadagar

30. maí – Vorhátíð – Uppstigningardagur

 

3. júní.   Dagskrá frá kl. 8:00-9:40, samkvæmt stundaskrá, svo farið í íþróttahús.

·         Tiltekt í stofum. Allir að hjálpast að við að gera stofuna hreina, skólabókum skilað og allt efni nemenda fer heim með þeim í lok dags.

·         Skólahlaup frá 10:00-11:00. Allir velkomnir, foreldrar og starfsmenn.

·         Nemendur hjá umsjónakennara frá kl 11:40-13:00.

 

4. júní:  

1.-4. bekkur:  Mæting kl. 8:00

Nemendur vinna að landgræðsluverkefni, dreifa áburði, sá grasfræi og leika sér í móanum. Nemendur eiga að vera klæddir eftir veðri og hafa vettlinga fyrir sáninguna. Gott er að taka með sér litla fötu að heiman undir fræin. Hádegismatur verður á hefðbundnum tíma í skólanum að sáningu lokinni.

 

5.-7. bekkur:  Mæting kl. 8:00

Nemendur vinna að landgræðsluverkefni sínu og gróðursetja tré við Háabjalla. Gott að mæta á hjóli að sjálfsögðu með hjálminn, ef nemendur mæta hjálmlausir þurfa þeir að ganga. Hádegismatur verður á hefðbundnum tíma í skólanum að lokinni gróðursetningu.

 

8.-10. bekkur: Dagskrá

                        8.-9. bekkur, mæting 10:10, rúta fer frá skóla 10:20 – Lasertak og sund.

Nemendur fá pizzu í ferðinni og borða því ekki hádegismat í skólanum. Komið heim aftur seinnipartinn.

10. bekkur, mæting 8:00 – Fræðsla. Hádegismatur verður í skólanum.

 

5. júní:   Dagskrá frá 9:00-12:00 (skertur dagur)

1.-4. bekkur:   Mæting kl. 9:00. Farið í ýmsa fjölbreytta leiki á skólalóðinni. Einnig farið í fjöruna. Hafa með sér fötur, skóflur og fleira til að nota við kastalagerð í fjörunni. Frístund tekur við eftir skóla.

11:30 Grillað í Aragerði að því loknu fara nemendur heim.

 

5.-7. bekkur:   Mæting kl. 9:00. Farið verður í ratleik í Aragerði.

11:30 Grillað í Aragerði að því loknu fara nemendur heim.

 

8.-10. bekkur: Skólympíuleikarnir. 9:00. Fjölbreytt íþróttadagskrá í boði.

11:30 Grillað í Aragerði að því loknu fara nemendur heim.

 

6. júní:   Skólaslit í Tjarnarsal

1.- 6. bekkur    kl. 09:00

7.-10. bekkur   kl. 10:30

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School