5. júní 2012

Vordagar og skólaslit

Nú á vordögum var brugðið út af vananum og síðustu dögum skólans eytt að mestu úti við, veðrið lék við unga jafnt sem aldna sem gerði það að verkum að flestir skemmtu sér hið besta. 10. bekkur fór í ótrúlega vel heppnað skólaferðalag í Skagafjörðinn sem nemendur höfðu safnað fyrir ásamt öflugum foreldrum. Inni á myndasíðu skólans má sjá myndir úr ferðinni.

1. - 9. bekkur áttu líka góða daga hér nær skólanum, sáðu grasfærjum, fóru í leiki, fatasund, paintball, sund í Salalaug í Kópavogi og margt fleira. Þorvaldur kennari setti saman skemmtilegt myndband sem tekið var upp 1. júní. Hér er linkur inn á það.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School