Vordagur 1
Fyrsti Vordagur í Stóru-Vogaskóla rann upp fagur og bjartur og klukkan níu um morguninn höfðu allir nemendur skólans safnast saman á skólalóðinni. Margt var á döfinni eins og eftirfarandi upptalning sýnir: 1. – 4. bekkur: Farið á Stapann til að bera á áburð og sá grasfræi, síðan farið biður í fjöru í ýmsa leiki. 5. – 7. bekkur: Farið að Háabjalla til að gróðursetja tré. 8. – 9. bekkur: Fjölbreytt íþrótta- og leikjadagskrá við skólann, svonefndir Skólympíuleikar. 10. bekkur: Tveggja daga ferðalag um Suðurland. Sjá myndaalbúm.