Vorhátíð og skólahlaup
Vorhátíð Stóru-Vogaskóla sem haldin var sl. fimmtudag, uppstigningardag, tókst með afbrigðum vel. Allir hjálpuðust að við að gera daginn sem bestan. Nemendur og kennarar tóku fram verkefni og vinnu nemenda og stilltu þeim til sýnis, 6. bekkur sá um tombólu og kaffihús, foreldrafélagið bauð upp á leiktæki, hesta, Dr Bæk og adlitsmálun. Skólablað Stóru-Vogaskóla kom út og var borið í öll hús sveitarfélagsins. Má því með sanni segja að þetta hafi verið mikil hátíð. Inni á myndasafni má sjá fleiri myndir frá vorhátíðinni.
Daginn eftir þann 30. apríl var svo árlegt skólahlaup Stóru-Vogaskóla, þar sem nemendur hlupu bæði styttri og lengri vegalengdir. Foreldrafélagið sá svo um að gefa öllum sem luku hlaupi drykk og orkustöng Hér má sjá myndir frá skólahlaupinu.