15. maí 2012

Vorsýning á uppstigningardag

Kæri íbúi.
  
Fimmtudaginn 17. maí n.k., uppstigningardag, verður sýning á  verkum og vinnu nemenda frá kl. 12:00 -15:00 í Stóru-Vogaskóla. 
                                                       
    • Hver bekkur sýnir verk sín í heimastofu sinni. Þar sýna nemendur t.d. vinnubækur, verkefni margs konar bæði sameiginleg og einstaklingsverkefni,  textílverkefni, smíðaverkefni, myndmenntaverkefni ofl.
    • Í heimilisfræðistofu  verður ævintýraland bragðlaukanna
    •  Í náttúrufræðistofu verður ýmislegt til sýnis er tengist náttúrufræði og umhverfinu. Ef veður leyfir verður eitthvað sýnt utandyra.
    •  6. bekkur verður með kaffisölu í Tjarnarsal. Hún er fjáröflun fyrir bekkinn  sem fer í haust í skólabúðir að Reykjaskóla Hrútafirði.
    •  6.bekkur verður með hlutaveltu
    •  Í stofu 12 verða ýmsir leikir í gangi
    • Á leiksvæði utandyra mun Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla vera með hoppukastala, RISAbox og gestum og gangandi boðið á hestbak.
 
                 Vertu hjartanlega velkomin.
 
 
           Nemendur og starfsfólk Stóru-Vogaskóla
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School