19. maí 2012

Vorsýningin á uppstigningardag

Mikil hátíð var í Stóru-Vogaskóla á uppstigningardag. Þá sýndu nemendur afrakstur vetrarins og buðu öllum bæjarbúum í skólann. Hver bekkur var með sýnishorn frá flestum námsgreinum, nemendur sýndu meðal annars vinnubækur, textílverkefni, smíðaverkefni, myndmenntaverkefni, leir- og glerverkefni o.fl.

Í náttúrufræðistofunni var ýmislegt til sýnis sem tengist náttúrufræði og umhverfinu. Í heimilisfræðistofunni var boðið upp á ævintýraland bragðlaukann. Þar fengur gestir að smakka hinar ýmsu bragðtegundir og reyndu að átta sig á hvort þeir þekktu bragðið.

6. bekkur notaði tækifærið og var með fjáröflun fyrir bekkinn, en hann stefnir á ferð í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Nemendur 6. bekkjar sáu um kaffisölu í Tjarnarsal og skemmtilega hlutaveltu þar sem kenndi ýmissa grasa.

  • Á leiksvæði utandyra var Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla með hoppukastala, RISAbox og gestum og gangandi var boðið á hestbak.
  • Dagurinn tókst með eindæmum vel og ekki var verra að veðrið lék við gesti dagsins.
    • Vogar
    • Saft
    • Heimili og skóli
    • Barnaheill
    • Grænfáninn
    • Mentor
    • Twinning School