24. maí 2012

Vortónleikar hjá Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga

 
Þriðjudaginn 22.maí kl. 17:30 voru vortónleikar Tónlistarskólans í Tjarnarsal
Allir píanónemendur skólans skemmtu okkur með píanóleik og spiluð tvö verk hver.
Nemendur í öðrum bekk spiluðu á klukkuspil og og þriðju bekkingar á blokkflautu.
Foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur fjölmenntu á tónleikana.
Nemendur sýndu prúðmannlega framkomu og hafa greinilega ekki aðeins notið tónlistarkennslu Laufeyjar heldur líka fengið tilsögn í framkomu og kurteisi gagnvart flytjendum.
Ég segi fyrir hönd áheyrenda, kærar þakkir fyrir góða skemmtun.
 
Svava Bogadóttir
skólastjóri

Fleiri myndir frá tónleikunum eru inn á myndasafni skólans.
 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School