22. febrúar 2023

Öskudagur

Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur sem er skertur nemendadagur. Allir nemendur mæta kl. 8:00 - 11:00 eða fram yfir mat. Þennan dag er ekki hefðbundin kennsla heldur ætlum við að skemmta okkur og hafa gaman saman.

Frístund hefst strax að loknum hádegismat og er í skólanum. Þeir foreldrar sem vilja að börn sín mæti á öskudagsskemmtun í Borunni, þurfa að sækja börn sín í Frístund í skólann (inngangur yngsta stigs) eða gera aðrar ráðstafanir.

Við hvetjum alla til að mæta í búningi.

Öskudagsdiskó og skemmtun því tengdu er haldin á vegum nemendaráðs og Borunnar og er frítt inn. Sjoppa verður á staðnum.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School