Öskudagur
Öskudagur í dag 14.febrúar
Morgundagurinn 14. febrúar (Öskudagur) er skertur nemendadagur. Allir nemendur mæta á hefðbundnum tíma og eru fram yfir mat. Íþrótta- og sundkennsla verður ekki í íþróttahúsinu en þess í stað í skólanum með öðru sniði. Börnin þurfa ekki að koma með sund- né íþróttaföt.
Frístund hefst strax að loknum hádegismat og er í skólanum. Þeir foreldrar sem vilja að börn sín mæti á öskudagsskemmtun í Borunni, þurfa að sækja börn sín í Frístund í skólann (inngangur yngsta stigs) eða gera aðrar ráðstafanir.
Við hvetjum alla til að mæta í búningi. Við biðlum til foreldra að geyma aukahluti heima, s.s. byssur, sverð og hverskyns aukahluti sem geta valdið truflun á kennslu.
Öskudagsskemmtunin í Borunni er haldin á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Sjá auglýsingu á https://www.vogar.is/is/mannlif/mannlif/vidburdir/oskudagur-i-vogum-2025