Forvarnaráætlun Stóru-Vogaskóla

Forvarnir gegn ofbeldi og um vímuvarnir, sjálfsrækt, lýðheilsu og öryggisvarnir í skólastarfi.

 

Markmið forvarna í skólastarfi snúa að nemendum skólans í þeim tilgangi að skólastarfið miði að því að vinna að velferð nemenda (og vinna þannig gegn harmi eða skaða sem þeir geta orðið fyrir og styðja þá þegar áföll verða).

 

Þessi forvarnaráætlun gildir fyrir alla nemendur skólans. Ýmsar áætlanir til forvarna í skólastarfi er hluti skyldna skóla til að vinna að velferð nemenda sem kveðið er á um í Aðalnámskrá grunnskóla (2011, bls. 64) sem byggja á lögum um grunnskóla (2008) með vísan í margar greinar laganna (t.d. greinar 2, 13, 14, 20 og 24). Í Stóru-Vogaskóla eru umræddar áætlanir settar saman í eina áætlun og hefur hún augljósa tengingu við grunnþætti menntunar sem hluti megináherslu í Aðalnámskrá grunnskóla um hlutverk skóla um að sinna heilbrigði og velferð allra nemenda skólans í víðtækum skilningi.

 

Skólanámskráin kynnir víða forvarnir og fræðslu um þær, meðal annars í tengslum við stefnu skólans um grunnþætti menntunar, áherslur grunnþáttanna í einstaka árgöngum og loks í kennslu einstakra námsgreina. Forvarnir eru samþættar skólastarfinu á margvíslegan hátt sem ekki er hægt að gera grein fyrir aðeins í þessari áætlun því fræðsla sem snýr að forvörnum er einnig hluti skólanámskrár og fjölmargra námsgreina, og reyndar allra sem hluti grunnþátta menntunar í nýrri aðalnámskrá grunnskóla. Á næstu síðum eru kynntar forvarnaráherslur og helstu forgangsverkefni á sviði forvarna í skólanum.

 

Forvarnaráætlun er ein og ýmsar áætlanir sem geta talist undiráætlanir hennar, s.s. eineltisáætlun, áfallaáætlun, eru hér álitnar vera hluti forvarnaáætlunar og sé því dæmi um verklag og verkferla innan forvarnaráætlunar frekar en að vera sjálfstæðar áætlanir. Því er í forvarnaráætlun vísað til margvíslegra verkferla sem unnið er eftir undir formerkjum „áfallaáætlunar“.

 

Ef skólinn er með eigin verklagsreglur til viðbótar (t.d. gagnvart einelti, brunum o.fl.) er vísað til þess í þessari forvarnaráætlun.

 

Stefnumörkun/stefnumótun í forvörnum

Löggjafinn og ráðuneyti:

Lög-reglugerðir-reglur:

 

Áhersluþættir forvarna í stefnumörkun löggjafans (Alþingi) og framkvæmdavalds (ráðuneyti mennta- og menningarmála):

ü  Að forvarnir séu hluti kjarna skólastarfs.

ü  Að forvarnir eru hluti sex grunnþátta menntunar sem skuli móta allar náms­greinar og daglega kennslu.

ü  Að forvarnir miði að vellíðan nemenda og þróun lýðræðislegs samfélags.

ü  Að sérfræðiþjónusta sveitarfélags sé virk í málefnum forvarna.

ü  Að skólar móti sér stefnu í forvörnum og geri árlega forvarnaráætlun.

ü  Að skólar vinni sérstaklega gegn ofbeldi og vímuefnanotkun.

Forvarnarstefna

Sveitarfélagsins Voga:

 

Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga gerir ráð fyrir:

ü  Að forvarnir séu virkar í  skólanum og meðal allra nemenda í öllum árgöngum.

ü  Að unnið sé að margvíslegum forvarnarverkefnum  til að stuðla að velferð nemenda og vinna gegn persónulegum harmi nemenda, s.s. gegn vímuefnanotkun og mannréttinda­brotum.

ü  Að jákvæðum forvörnum sé sinnt sem styrkja og efla nemendur.

ü  Að forvarnir séu unnar á margvíslegum sviðum og sem heildtækastar.

Stóru-Vogaskóli:

 

 

Stefnumörkun Stóru-Vogaskóla felur í sér:

ü  Að útbúin séu starfsviðmið forvarna fyrir grunnskólann sem hafi að geyma gæðaviðmið um forvarnarferla í skólum.

ü  Að forvarnir skólakerfisins séu samhæfðar með góðri nýtingu bjarga.

ü  Að vinna að samráði við aðra forvarnaraðila.

ü  Að veita ráðgjöf og stuðning.

ü  Að skólinn geri árlega forvarnaráætlun.

Skóli:

 

Stefnumörkun skóla felur í sér:

ü  Að sinna forvörnum í daglegu skólastarfi og með sérstökum aðgerðum sem vinna að vellíðan og heilbrigði nemenda á hverjum tíma.

 

Forvarnaráherslur skólans:

 

Fyrirbygging

Viðbrögð

Úrvinnsla

Mat

Almennt

Lögð áhersla á að fyrirbyggja vanda með skipulagi sem kemur sem mest í veg fyrir hann, og veita starfsfólki og nemendum fræðslu.

Taka á vanda þegar hann kemur upp og reyna að draga sem mest úr skaða.

Reynist vandi flókinn er sér­hæfðum leiðum beitt uns viðunandi árangri er náð.

Metinn árangur og þörf fyrir breytingar til að ná betri árangri.

Einstaklingur:

 

 

 

 

ü  Lýðheilsa

Leitast við að skapa menningu um holl­ustu og heilbrigði.

Nemendur fræddir og ýmis verkefni sem styðja markmið.

Unnið í sumum tilvikum með ákveðnum nemendahópum.

Metinn árangur og endurskilgreind markmið.

ü  Sjálfsrækt

Átt góð samskipti við nemendur og frætt um jákvæð lífsgildi.

Nemendur studdir þegar áföll dynja yfir (verkferlar áfalla­hjálpar undir stjórn áfallaráðs skóla).

Veittur sérhæfður stuðningur ef við á, félagslegur og/eða persónulegur vandi.

Verkferlar lagfærðir eftir því sem þörf er á.

ü  Vímuvarnir

Fræðsla um skað­semi áfengis og annarra vímuefna.

Unnið með vanda í hópnum í samráði við fjölskyldur.

Unnið með félags-málayfirvöldum með einstaka nemendur í vanda.

Gerðar reglulegar mælingar á stöðu/árangri.

Félagslegt umhverfi:

 

 

 

 

ü  Ofbeldisvarnir

Unnið að góðum skólabrag og skýrri stefnu gegn ofbeldi.

Tekið á ofbeldi sem birtist og það stöðvað.

Unnið úr flóknum ofbeldismálum.

Metin þörf á frekari aðgerðum gegn ofbeldi.

ü  Einelti

Fræðsla til nemenda og starfsfólks.

Eineltistilkynningar rannsakaðar og einelti stöðvað. Mikið samráð við heimili.

Unnið með vanda sem ekki tekst að leysa strax uns tekst að ná utan um hann.

Reglulegar mælingar á líðan nemenda.

ü  Kynferðislegt

Sérstök fræðsla fyrir starfsfólk í samstarfi við Blátt áfram.

Tilkynningar senda til barnaverndar/ lögreglu eftir atvikum.

Úrlausn máls á vegum barna­verndar/lögreglu eftir atvikum.

Metnar nauðsynlegar aðgerðir fyrir aukna fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur.

ü  Mismunun

Almenn fræðsla sem tilheyrir skólanámskrá.

Tekið á samskiptavanda.

Unnið með vanda sem ekki tekst að leysa strax uns tekst að ná utan um hann.

 

ü  Vanræksla

Almenn fræðsla til starfsmanna til að greina hugsanlega vanrækslu.

Vanrækslutilkynningar til nemendaverndarráðs og þaðan til barnaverndar.

Unnið af barna­vernd – í samstarfi við skóla eftir því sem við á.

 

Náttúrulegt umhverfi:

 

 

 

 

ü  Öryggisvarnir

Skipulag og öryggis­stöðlum fylgt og regluleg yfirfarnir. Fræðsla margvísleg.

Öryggisnefnd skóla.

Brugðist við og reynt að koma sem mest í veg fyrir skaða.

 

Metið hvort sérstök þörf sé að lagfæra eða breyta, skipulagi eða öryggisatriðum.

 

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School