Umhverfisstefna Stóru-Vogaskóla

Við erum umhverfisvæn, pössum upp á náttúruna.

Við flokkum sorp og sendum í endurvinnslu, spörum rafmagn og mat, og höldum skólanum og bænum okkar snyrtilegum.

Við græðum upp land og ræktum skóg.

Við lærum margt um umhverfið, bæði nær og fjær.

Við lærum um takmarkaðar auðlindir og afleiðingar mengunar og leitum ráða til úrbóta.

Við erum skemmtileg og góð hvert við annað – og annað fólk.

------------------------------------------------------------------------------

Umhverfisnefnd starfar í skólanum, skipuð fulltrúum nemenda í 5.-10. bekk auk nokkurra kennara og starfsmanna.

Flokkað er sorp í skólanum: pappír, drykkjarílát, plast, málmar, rafhlöður og almennt sorp. Við munum einnig flokka lífrænt sorp þegar við fáum gerði fyrir þar til gerðar ruslatunnur.

Nemendur í 1.-4. bekk Stóru-Vogaskóla vinna við landgræðslu einn dag í lok skólaársins. Landgræðsla ríkisins leggur til áburð og grasfræ. Á sama tíma vinna 5.-7. bekkur að gróðursetningu með trjáplöntur frá Yrkju.

Við viljum fjölga berjarunnum við skólann og plöntum sem hægt er að nota í kennslu og matargerð.

Árlegt skólahlaup úti, allir taka þátt.

Göngu- og skoðunarferðir um umhverfi skólans.

Allir nemendur fara út í 2 kennslustundir að vori og hreinsa rusl, bænum skipt niður milli bekkja.

Reynt að spara rafmagn með því að slökkva ljós, nota sparperur o.fl. og nýtum pappírinn vel.

Nær öll hreinsiefni eru umhverfisvæn og svansmerkt.

Reynt er að takmarka notkun spilliefna við kennslu verkgreina.

Leitumst við að sporna við matarsóun.

Lýðræði, bekkjarfundir, leysum úr ágreiningi.

Unnið er að því að innleiða nýja aðalnámskrá, m.a. grunnþættina sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi.

Einhverjir þættir umhverfismála eru kenndir í öllum námsgreinum og bekkjum.

Allur skólinn tekur þátt í að móta umhverfisstefnu þessa.

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School