Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta

VIÐBRÖGÐ VIÐ JARÐSKJÁLFTA

KRJÚPA – SKÝLA – HALDA

 

Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti verður:

 • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað.
 • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn.
 • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg – athugið að í nýjum húsum eru hurðarop ekki sérstaklega styrkt og þar er jafnan hurð sem getur sveiflast til og frá.
 • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda – ef þú vaknar upp við jarðskjálfta.
 • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað.
 • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftinn hættir.

 

Ef þú ert utandyra þegar jarðskjálfti verður:

 • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda.
 • Farðu að safnsvæði – númeri þíns bekkjar.
 • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið.
 • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi.
 • Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær.
 • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að.

 

Gott er að setja á minnið orðaröðina: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA

 

Markmið almannavarna er að takast á við vá af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum, sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfis og eða eignum.

Ítarlegar upplýsingar er að finna á vef Ríkislögreglustjóra - almannavarnardeild

 • Vogar
 • Saft
 • Heimili og skóli
 • Barnaheill
 • Mentor
 • Twinning School