Fréttir
Foreldra- og nemendaviðtöl í Stóru-Vogaskóla
N.k. fimmtudag fara fram viðtöl í skólanum þar sem foreldrar og nemendur mæta til viðtals hjá umsjónarkennurum. Aðrir kennarar og skólastjórnendur verða einnig til staðar. Í þessum viðtölum gefst gott tækifæri til að fara yfir náms- og félagslega stöðu nemandanna sem og að ræða um samskipti milli skóla og heimila. Mjög góð mæting foreldra hefur áva...
Lesa meiraSameiginleg ábyrgð skóla og heimilis - niðurstöður könnunar
Foreldrar og skóli bera sameiginlega ábyrgð á að nemendur fái eins góða skólagöngu og mögulegt er. Ef samstarf á milli skóla og heimilis er ekki vel virkt, er ekki mögulegt að skapa nauðsynlegar forsendur fyrir að einstakir nemendur geti þróað sína hæfileika til fullnustu. Samt er það þannig að skóli og heimili bera ekki sömu ábyrgð á öllum atriðum...
Lesa meiraSandfok stöðvar sundkennslu
Föstudaginn 7. janúar þurfti að fella niður sundkennslu við Stóru-Vogaskóla þar sem mikið sandfok hafði gert laugina ónothæfa. Mikill vindur var að norðan og fóru vindhviðurnar upp í 26 m á sek þegar mest lét. Það á eftir að verða mikið verk að þrífa svæðið þegar storminn lægir. Myndir frá lauginni eru á myndavef skólans....
Lesa meiraGítarnámskeið í Tónlistaskóla Voga
Gítarnámskeið fyrir nemendur í 8.-10.bekk Langar þig að læra að spila á gítar? Nú er tækifærið. Hannes Guðrúnarson verður með hljómanámskeið fyrir gítar. Námskeiðið tekur átta vikur, ein klukkustund í senn og verður kennslan á mánudögum eftir hádegi, fyrsti tími 17.janúar. Um hópkennslu er að ræða, 10-15 nemendur í hóp. Námskeiðsgjald er 15.000 kr...
Lesa meiraNýárskveðjur
Stjórnendur og aðrir starfsmenn Stóru-Vogaskóla færa nemendum, foreldrum og forráðamönnum þeirra sem og öllum íbúum Voga bestu þakkir fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og óska öllum gleðilega tíma á árinu 2011....
Lesa meiraJólaball í Stóru-Vogaskóla
Í dag héldu nemendur og starfsfólk skólans litlu-jól í heimastofum nemenda og að þeim loknum var haldið jólaball í Tjarnarsal. Hljómsveit skólans sem var skipuð þeim Laufey, Þorvaldi, Írisi og Hannesi lék þekkt jólalög og allir dönsuðu kringum jólatréð. Síðan komu tveir ágætir jólasveinar í heimsókn börnunum til mikillar gleði. Myndir frá jólaballi...
Lesa meiraHljómleikar Tónlistaskóla Voga
Í gærkvöldi fóru fram í Tjarnarsal fyrstu tónleikar Tónlistaskóla Voga þar sem fjöldi nemenda fluttu tónlist undir stjórn Laufeyjar B. Waage. Sjá myndir á myndvef skólans. Hér má sjá yngstu nemendurna einbeitta á svip....
Lesa meira7. bekkur með fjölbreytta dagskrá á sal
Í dag kom það í hlut nemenda í 7. bekk að sjá um dagsrá á sal. Það vafðist ekki fyrir þeim og voru atriðin fjölbreytt og skemmtileg. Elsa las sögu um Grýlu, flutt var mjög frumlegt dansatriði og þar næst sýndi bekkurinn atriði sem nemendurnir sýndu í First Legó keppninni á Ábrú í síðasta mánuði. Hrafnkell lauk síðan dagskránni með því að leika nokk...
Lesa meiraAðventutónleikar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla
Foreldrafélagið gengst fyrir aðventutónleikum í Tjarnarsal n.k. fimmtudag, þ.e. 9. desember. Sjá auglýsingu hér....
Lesa meira2. bekkur var með dagskrá á samveru
Nemendur 2. bekkjar undir stjórn Særúnar Jónsdóttur umsjónarkennara síns fluttu frábæra og fjölbreytta dagskrá á sal föstudaginn 19. nóvember. Þau sungu, dönsuðu og fluttu skemmtilegan fróðleik um fiska hafsins. Að lokinni þeirra dagskrá léku nemendur Tónlistaskólans á píanó og ásláttarhljóðfæri undir stjórn Laufeyjar B. Waage tónmenntakennara. Hér...
Lesa meira














