
Fréttir
Sandfok stöðvar sundkennslu
Föstudaginn 7. janúar þurfti að fella niður sundkennslu við Stóru-Vogaskóla þar sem mikið sandfok hafði gert laugina ónothæfa. Mikill vindur var að norðan og fóru vindhviðurnar upp í 26 m á sek þegar mest lét. Það á eftir að verða mikið verk að þrífa svæðið þegar storminn lægir. Myndir frá lauginni eru á myndavef skólans....
Lesa meiraGítarnámskeið í Tónlistaskóla Voga
Gítarnámskeið fyrir nemendur í 8.-10.bekk Langar þig að læra að spila á gítar? Nú er tækifærið. Hannes Guðrúnarson verður með hljómanámskeið fyrir gítar. Námskeiðið tekur átta vikur, ein klukkustund í senn og verður kennslan á mánudögum eftir hádegi, fyrsti tími 17.janúar. Um hópkennslu er að ræða, 10-15 nemendur í hóp. Námskeiðsgjald er 15.000 kr...
Lesa meiraNýárskveðjur
Stjórnendur og aðrir starfsmenn Stóru-Vogaskóla færa nemendum, foreldrum og forráðamönnum þeirra sem og öllum íbúum Voga bestu þakkir fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og óska öllum gleðilega tíma á árinu 2011....
Lesa meiraJólaball í Stóru-Vogaskóla
Í dag héldu nemendur og starfsfólk skólans litlu-jól í heimastofum nemenda og að þeim loknum var haldið jólaball í Tjarnarsal. Hljómsveit skólans sem var skipuð þeim Laufey, Þorvaldi, Írisi og Hannesi lék þekkt jólalög og allir dönsuðu kringum jólatréð. Síðan komu tveir ágætir jólasveinar í heimsókn börnunum til mikillar gleði. Myndir frá jólaballi...
Lesa meiraHljómleikar Tónlistaskóla Voga
Í gærkvöldi fóru fram í Tjarnarsal fyrstu tónleikar Tónlistaskóla Voga þar sem fjöldi nemenda fluttu tónlist undir stjórn Laufeyjar B. Waage. Sjá myndir á myndvef skólans. Hér má sjá yngstu nemendurna einbeitta á svip....
Lesa meira7. bekkur með fjölbreytta dagskrá á sal
Í dag kom það í hlut nemenda í 7. bekk að sjá um dagsrá á sal. Það vafðist ekki fyrir þeim og voru atriðin fjölbreytt og skemmtileg. Elsa las sögu um Grýlu, flutt var mjög frumlegt dansatriði og þar næst sýndi bekkurinn atriði sem nemendurnir sýndu í First Legó keppninni á Ábrú í síðasta mánuði. Hrafnkell lauk síðan dagskránni með því að leika nokk...
Lesa meiraAðventutónleikar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla
Foreldrafélagið gengst fyrir aðventutónleikum í Tjarnarsal n.k. fimmtudag, þ.e. 9. desember. Sjá auglýsingu hér....
Lesa meira2. bekkur var með dagskrá á samveru
Nemendur 2. bekkjar undir stjórn Særúnar Jónsdóttur umsjónarkennara síns fluttu frábæra og fjölbreytta dagskrá á sal föstudaginn 19. nóvember. Þau sungu, dönsuðu og fluttu skemmtilegan fróðleik um fiska hafsins. Að lokinni þeirra dagskrá léku nemendur Tónlistaskólans á píanó og ásláttarhljóðfæri undir stjórn Laufeyjar B. Waage tónmenntakennara. Hér...
Lesa meiraNemendur stóðu sig vel í First Legó Leque-keppninni
Laugardaginn 13. nóv. fór hluti 7. bekkinga (LEGÓNAGLARNIR) í Stóru-Vogaskóla á Íslandsmót í FLL (First Lego League) sem haldið var á Ásbrú. Mótið gekk út á að leysa ýmsar þrautir með legó-róbót sem krakkarnir voru búnir að eyða miklum tíma í að forrita. Hópurinn þurfti einnig að skila og segja frá rannsóknarverkefni sínu "Hvernig auðveldum við gig...
Lesa meiraNemendur Stóru-Vogaskóla taka þátt í Legókeppni 2010
Laugardaginn 13. nóv. tekur hluti af 7.b., Legónaglarnir, þátt í Íslandsmóti FIRST LEGO League 2010 að Ásbrú (íþróttahúsið, Flugvallarbraut 701) á svæði Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Keppnin felst í að leysa ýmsar þrautir með legóróbót, kynna rannsóknarverkefni, vera með skemmtiatriði og skila inn dagbók vegna alls undirbúnings. Þe...
Lesa meira