Fréttir
Litlu jólin í Stóru-Vogaskóla
Og þá fer að koma að litlu jólum í skólanum. Föstudagurinn 18. desember verður mikill hátíðisdagur. Hér má sjá dagskrána eins og hún er fyrirhuguð. DAGSKRÁ. Mynd frá litlu jólum 2007...
Lesa meiraVel heppnað jólaföndur
Í dag var skólinn allur undirlagður fyrir jólafundur af ýmsu tagi. Í flestum stofum stóðu ermar hraustlega fram úr ermum og hin ýmsu föndurverk sáu dagsins ljós. Á myndasíðu skólans má sjá nemendur og starfsfólk að verki og var ekki annað að sjá en að allir nytu sín vel....
Lesa meiraJólaföndur á föstudag
Á föstudaginn kemur verður algjörlega skipt um gír í skólastarfinu í skólanum. Allir nemendur og starfsmenn munu þá demba sér í jólaföndur af miklum krafti og áhuga. Mikill undirbúningur liggur að baki svo allt megi vel til takast. Til gamans má hér sjá hvernig skipulagið lítur út....
Lesa meiraGuðmundur Brynjólfsson kynnir bók sína í Tjarnarsal
Í morgun mætti Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur frá Hellum á Vatnsleysuströnd og las úr nýútkominni bók sinni sem hann hefur nefnt Þvílík vika. Var ekki að sjá annað en að upplesturinn félli áheyrendum vel í geð. Guðmundur sagði einnig frá veru sinni í Stóru-Vogaskóla....
Lesa meiraAðventutónleikar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla
Fimmtudagskvöldið 2. desember kl. 20:00 gengst Foreldrafélaga Stóru-Vogaskóla fyrir aðventutónleikum í Tjarnarsal. Hér má sjá auglýsingu um tónleikana....
Lesa meiraHaldið upp á afmæli
Sú skemmtilega hefð hefur komist á í skólanum að þegar starfsmenn eiga afmæli mætir Svava skólastjóri á kaffistofuna með smá gjöf frá starfsmannafélaginu og allir viðstaddir syngja afmælissönginn. Í dag var það Sigrún Dögg Sigurðardóttir sem átti afmæli....
Lesa meira4. bekkur sló í gegn
4. bekkur stóð sig vel í dag á Samveru á sal. Flutt voru fjölmörg söng- og dansatriði sem féllu áhorfendum vel í geð. Fjölmargir aðstandendur voru mættir til að fylgjast með og eftir samverun fóru þeir í heimsókn í stofu bekkjarins. Myndir frá samverunni eru komnar á myndasíðu skólans....
Lesa meiraJólaföndur Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla
Auglýsing um jólaföndur laugardaginn 28. nóvember....
Lesa meiraNýtt Comeniusarverkefni hafið í Stóru-Vogaskóla
Undanfarna daga hafa nokkrir kennarar ásamt Svövu Bogadóttur skólastjóra tekið þátt í fyrsta skipulags- og samskiptafundinum í nýju Comeniusverkefni. Samstarfsskólar eru frá Martina Franca á Ítalíu og Konya í Tyrklandi og. Þeir kennarar sem fóru til fundarins voru Marc Portal enskukennari sem er forsvarsmaður fyrir erlendu samstarfi í skólanum, Íri...
Lesa meiraSamvinna Stóru-Vogaskóla og Myllubakkaskóla í Keflavík
Texíl- og smíðakennarar úr Myllybakkaskóla í Keflavík og Stóru-Vogaskóla hafa sett á stofn sameiginlegt verkefni sem hefur hlotið heitið Spinnum saman - höfum gaman. Nýlega hlaut verkefnið styrk frá Menningaráði Suðurnesja að upphæð kr. 300 þús. Verkefnið er hugsað sem samstarf milli Stóru-Vogaskóla og Myllubakkaskóla. Textilkennarar og smíðakenna...
Lesa meira















