Fréttir

Góð frammistaða 7. bekkjar í samveru á sal
22. janúar 2010
Góð frammistaða 7. bekkjar í samveru á sal

7. bekkur undir stjórn Guðbjargar umsjónarkennara síns flutti leikrítið Rauðhetta, úlfurinn, amman, kennarinn og litla gula hænan eftir Eirík Rögnvaldsson á samverunni í dag. Tókst þeim vell upp og fengu góðar undirtektir annarra nemenda. Að loknum leiknum stjórnarði Þorvaldur Örn mjög kröftugum fjöldasöng. Hér er mamman að biðja Rauðhettu að fara...

Lesa meira
Fimleikastúlkur úr Vogum heiðraðar
14. janúar 2010
Fimleikastúlkur úr Vogum heiðraðar

Sunnudaginn 10. janúar s.l. valdi Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar íþróttamann ársins. Auk þess vals veitti ráðið fjölmörgu íþróttafólki úr ýmsum íþróttagreinum viðurkenningar fyrir góðan árangur í sinni grein. Þrjár stúlkur úr Vogunum æfa fimleika í 4. flokki trompfimleika hjá Fimleikafélagi Garðabæjar og hlaut sá flokkur viðurkenningu. Stúlkur...

Lesa meira
Nýtt þema í 3. og 4. bekk - SAMSKIPTI
13. janúar 2010
Nýtt þema í 3. og 4. bekk - SAMSKIPTI

Þann 5. janúar s.l. var byrjað á nýju þema í 3. og 4. bekk. Þemað ber nafnið Samskipti og er mjög fjölbreytt. Sem fyrr er verið að samþætta almenna samfélagskennslu og listgreinar. Við tónlistarkennslu í 1. bekk tók Helga Guðný meðfylgjandi myndir sem eru nokkuð tákrænar fyrir einn þáttinn í þemanu, þ.e.a.s. almenn samskipti og umgengnisreglur. Þar...

Lesa meira
Skemmtilegum litlujólum lokið
18. desember 2009
Skemmtilegum litlujólum lokið

Það er búið að vera skemmtilegt og jólalegt í skólanum í dag. Hver bekkur hélt sín stofujól með umsjónarkennara þar sem lesnar voru sögur, skipst á jólakortum og gefnir smá jólagjafir. Síðan komu allir saman í Tjarnarsal þar sem nemendur gengu í kringum stórt og myndarlegt jólatré. Nú í ár höfðum við þann háttinn á að nemendur í 6.bekk dreifðu augl...

Lesa meira
Litlu jólin í Stóru-Vogaskóla
15. desember 2009
Litlu jólin í Stóru-Vogaskóla

Og þá fer að koma að litlu jólum í skólanum. Föstudagurinn 18. desember verður mikill hátíðisdagur. Hér má sjá dagskrána eins og hún  er fyrirhuguð. DAGSKRÁ. Mynd frá litlu jólum 2007...

Lesa meira
Vel heppnað jólaföndur
11. desember 2009
Vel heppnað jólaföndur

Í dag var skólinn allur undirlagður fyrir jólafundur af ýmsu tagi. Í flestum stofum stóðu ermar hraustlega fram úr ermum og hin ýmsu föndurverk sáu dagsins ljós. Á myndasíðu skólans má sjá nemendur og starfsfólk að verki og var ekki annað að sjá en að allir nytu sín vel....

Lesa meira
Jólaföndur á föstudag
9. desember 2009
Jólaföndur á föstudag

Á föstudaginn kemur verður algjörlega skipt um gír í skólastarfinu í skólanum. Allir nemendur og starfsmenn munu þá demba sér í jólaföndur af miklum krafti og áhuga. Mikill undirbúningur liggur að baki svo allt megi vel til takast. Til gamans má hér sjá hvernig skipulagið lítur út....

Lesa meira
Guðmundur Brynjólfsson kynnir bók sína í Tjarnarsal
4. desember 2009
Guðmundur Brynjólfsson kynnir bók sína í Tjarnarsal

Í morgun mætti Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur frá Hellum á Vatnsleysuströnd og las úr nýútkominni bók sinni sem hann hefur nefnt Þvílík vika. Var ekki að sjá annað en að upplesturinn félli áheyrendum vel í geð. Guðmundur sagði einnig frá veru sinni í Stóru-Vogaskóla....

Lesa meira
Aðventutónleikar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla
2. desember 2009
Aðventutónleikar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla

Fimmtudagskvöldið 2. desember kl. 20:00 gengst Foreldrafélaga Stóru-Vogaskóla fyrir aðventutónleikum í Tjarnarsal. Hér má sjá auglýsingu um tónleikana....

Lesa meira
Haldið upp á afmæli
27. nóvember 2009
Haldið upp á afmæli

Sú skemmtilega hefð hefur komist á í skólanum að þegar starfsmenn eiga afmæli mætir Svava skólastjóri á kaffistofuna með smá gjöf frá starfsmannafélaginu og allir viðstaddir syngja afmælissönginn. Í dag var það Sigrún Dögg Sigurðardóttir sem átti afmæli....

Lesa meira
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • UNESCO
  • Hnetulaus skóli
  • Mentor
  • Twinning School