Fréttir
Stóra upplestrarkeppnin - úrslit
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Gerðaskóla í Garði fimmtudaginn 18. mars. Þar komu fram nemendur frá Grunnskólanum í Grindavík, Gerðaskóla í Garði og Stóru-Vogaskóla. Baltasar Bjarmi Björnsson, Dagný Vala Kristinsdóttir, Íris Ösp Sigurðardóttir og Gunnar Róbert Rúnarsson komu fram fyrir hönd Stó...
Lesa meiraViðbætur í Comeniusarhornið
Eins og áður hefur komið fram tekur Stóru-Vogaskóli nú þátt í Comeniusarverkefni með skólum á Ítalíu og í Tyrklandi. Í öllum skólunum hefur verið komið upp því sem kallað hefur verið Comenius Corner eða Comeniusarhornið. Í okkar skóla er sífellt verið að bæta fleiru í safnið, m.a. myndum, fánum o.fl. Við hvetjum þá sem koma í heimsókn í skólann til...
Lesa meiraSamvera og söngur á sal
Á morgun gæti orðið mjög skemmtilegt í Tjarnarsal því þá er tvöfaldur samverutími. Klukkan 8 verður 9. bekkur með dagskrá fyrir unglingana og í seinni tímanum verður sameiginlegur söngur hjá yngsta- og miðstigi. Þar mun Húsbandið að mestu sjá um undirleik en nemendurnir munu sjá um sönginn. Að venju eru allir velkomnir til að fylgjast með og í því...
Lesa meiraStóra upplestrarkeppin - þátttakendur
Undankeppni upplestrarkeppninnar fór fram í Tjarnarsal í morgun og þeir sem komust áfram og fara í Garð og keppa þar við nemendur grunnskólans í Garði og Grindavík eru Dagný Vala, Baltasar, Gunnar og Íris Ösp. Viktoría er varamaður....
Lesa meiraStoppleikhópurinn með sýningu í Stóru-Vogaskóla
Miðvikudaginn 3. mars fengu nemendur mið- og efstastigs í Stóru-Vogaskóla góða gesti í heimsókn. Þá sýndi Stoppleikhópurinn tvö leikrit í Tjarnarsal, þ.e. Bólu-Hjálmar og Hans klaufa. Var gerður rómur að leiksýningunni og í stuttu spjalli við nokkra í leikhópnum kom fram mikil ánægja þeirra við undirtektum nemendanna. Sjá myndasíðu. Á heimasíðu l...
Lesa meiraÞakkir vegna námsvers
Í byrjun þessa skólaárs hófst starfsemi námsvers í Stóru-Vogaskóla og e.t.v. er það hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi . Við stofnun námsversins á tímum aðhalds og sparnaðar var leitað eftir aðstoð samfélagsins. Kallinu svaraði m.a. Kvenfélagið Fjóla með veglegum fjárstyrk að upphæð kr 50.000 . Peningagjöfin hefur sannarlega komið að góðum notum...
Lesa meira8. og 3. bekkir með dagskrá á sal
Föstudaginn 12. febrúar verður mikið fjör í Tjarnarsal. Klukkan 8 verður það 8. bekkur með dagskrá og á eftir þeim kl. 8:40 mætir 3. bekkur á sviðið. Það verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá en söngur verður áberandi, sérstaklega hjá 3. bekk....
Lesa meira2. bekkur á sal 5. febrúar 2010
2. bekkur sá um mjög fjölbreytta dagskrá í dag í Tjarnarsal. Dagskráin byrjaði á því að þrjár stúlkur sungu hinn þekkta sálm Í bljúgri bæn og var það mjög vel gert hjá þeim. Einn drengjanna söng frægt Michael Jackson lag við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Meginuppistaða dagskráninnar var byggð upp í kringum heilræðavísur Hallgríms Péturssonar og áður...
Lesa meiraSólkerfið skoðað í 6. bekk
Síðustu 2 vikurnar var 6. bekkur að bæta við þekkingu sína á sólkerfinu. Í einum tímanum bjuggu þau tvö saman til hver sína reikistjörnu (plánetu) úr pappír og höfðu þær í réttum stærðarhlutföllum. Mælikvarðinn var þannig að 1.000 km á reikistjörnunni voru bara 1 mm á blaðinu. Þannig varð Jörðin tæpir 13 mm í þvermál en Júpiter 143 mm (14,3 cm). Á ...
Lesa meiraVerk nemenda á sýningu á foreldradegi
Í tengslum við foreldradag í Stóru-Vogaskóla var haldin sýning á verkum nemenda. Var það Diljá Jónsdóttir textilkennari sem sá um að setja upp sýninguna. Það voru mjög margir sem lögðu leið sína í stofu 18 til að skoða hin ágætu verk sem þar voru til sýnis. Diljá og Marc enskukennari skoða verkin í sameiningu. Fleiri myndir er að finna á myndavef s...
Lesa meira
















