Fréttir

Dagskrá íþróttadags 20. apríl
15. apríl 2010
Dagskrá íþróttadags 20. apríl

Íþróttadagur Stóru-Vogaskóla verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni þriðjudaginn 20. apríl 2010. Dagskráin hefst kl. 8:30 með því að 5. og 6. bekkur keppa í fótbolta. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í heild sinni. Íþróttanefnd skólans hefur skipulagt íþróttadaginn með aðstoð íþróttakennaranna. Foreldrum er að sjálfsögðu boðið að koma að horfa á. Da...

Lesa meira
Fyrsti vorboðinn
11. apríl 2010
Fyrsti vorboðinn

Miðvikudaginn 7. apríl voru nemendur úr 1. bekk í útikennslustund í nágrenni skólans og voru meðal annars að skoða  fugla sem voru á tjörninni og við hana. Fuglarnir sem börnin sáu voru stokkendur, gæsir og svartþrestir. Hópur  starra  sat á Hábæjartúninu nálægt okkur og voru þeir að tína sér eitthvað í gogginn.  Þegar börnin voru að virða fuglana ...

Lesa meira
Gönguferð á Þorbjörn
7. apríl 2010
Gönguferð á Þorbjörn

Nemendahópurinn í valáfanganum Líkamsrækt og hreyfing gekk á Þorbjörn í lok febrúar. Veður var gott og margt spennandi kom fyrir sjónir eins og myndir á myndavef skólans sýna. Mikil sprunga liggur í gegnum mitt fjallið og er landslagið þar víða magnað og betra að fara varlega....

Lesa meira
Gjafir til Stóru-Vogaskóla
26. mars 2010
Gjafir til Stóru-Vogaskóla

Á árshátíð skólans í gærkvöldi mættu tveir góðir gestir og færðu skólanum góðar gjafir. Að undanförnu hefur staðið yfir söfnun hjá skólanum fyrir nýrri myndavél. Svanborg Svansdóttir færði skólanum 25.000. krónur frá Sparisjóðnum í Keflavík og Ólafur Kristmundsson færði skólanum 50.000. krónur frá Lionsklúbbnum Keili í Vogum. Skólastjóri tók á móti...

Lesa meira
Góðri árshátíð lokið
26. mars 2010
Góðri árshátíð lokið

Árshátíð Stóru-Vogaskóla var haldin í gærkvöldi og tókst hún mjög vel. Allir bekkir fluttu atriði sem voru bæði fjölbreytt og bráðskemmtileg. Allir nemendur tóku þátt í flutningnum á einn eða annan hátt. Margir þeirra lögðu mikið af mörkum við að skapa atriðin og eiga því sérstakt hrós skilið. Ekki má gleyma þátt umsjónarkennaranna sem hafa lagt mi...

Lesa meira
Dagskrá árshátíðar Stóru-Vogaskóla
24. mars 2010
Dagskrá árshátíðar Stóru-Vogaskóla

Árshátíð skólans verður haldin á morgun, fimmtudaginn 25. mars. Fer hún fram á sal skólans og hefst kl. 17:00. Árshátíðin verður í tveimur hlutum þar sem 1. - 5. bekkur sýna sín atriði kl. 17:00 en 6. - 10. bekkur sýna sín atriði kl. 19:30. Á dagskránni eru mjög fjölbreitt atriði, mörg leikrit og mikill söngur.  Áhorfendum er vinsamlegast bent á að...

Lesa meira
Stóra upplestrarkeppnin - úrslit
22. mars 2010
Stóra upplestrarkeppnin - úrslit

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Gerðaskóla í Garði fimmtudaginn 18. mars. Þar komu fram nemendur frá Grunnskólanum í Grindavík, Gerðaskóla í Garði og Stóru-Vogaskóla. Baltasar Bjarmi Björnsson, Dagný Vala Kristinsdóttir, Íris Ösp Sigurðardóttir og Gunnar Róbert Rúnarsson komu fram fyrir hönd Stó...

Lesa meira
Viðbætur í Comeniusarhornið
18. mars 2010
Viðbætur í Comeniusarhornið

Eins og áður hefur komið fram tekur Stóru-Vogaskóli nú þátt í Comeniusarverkefni með skólum á Ítalíu og í Tyrklandi. Í öllum skólunum hefur verið komið upp því sem kallað hefur verið Comenius Corner eða Comeniusarhornið. Í okkar skóla er sífellt verið að bæta fleiru í safnið, m.a. myndum, fánum o.fl. Við hvetjum þá sem koma í heimsókn í skólann til...

Lesa meira
Samvera og söngur á sal
11. mars 2010
Samvera og söngur á sal

Á morgun gæti orðið mjög skemmtilegt í Tjarnarsal því þá er tvöfaldur samverutími. Klukkan 8 verður 9. bekkur með dagskrá fyrir unglingana og í seinni tímanum verður sameiginlegur söngur hjá yngsta- og miðstigi. Þar mun Húsbandið að mestu sjá um undirleik en nemendurnir munu sjá um sönginn. Að venju eru allir velkomnir til að fylgjast með og í því...

Lesa meira
Stóra upplestrarkeppin - þátttakendur
4. mars 2010
Stóra upplestrarkeppin - þátttakendur

Undankeppni upplestrarkeppninnar fór fram í Tjarnarsal í morgun og þeir sem komust áfram og fara í Garð og keppa þar við nemendur grunnskólans í Garði og Grindavík eru Dagný Vala, Baltasar, Gunnar og Íris Ösp. Viktoría er varamaður....

Lesa meira
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • UNESCO
  • Hnetulaus skóli
  • Mentor
  • Twinning School