
Fréttir
Skólahreysti
Stóru-Vogaskóli tók þátt í Skólahreysti í gær. Hópinn skipa með varamönnum, Bragi Hilmarsson, Dagrún Hanna Þórðardóttir, Emelía Rós Símonardóttir, Emilía Glóð Friðriksdóttir, Filip Örn Filipsson, Karítas Talía Lindudóttir og Kristján Karl Kay Frandsen. Árangurinn var eins og við mátti búast, stórgóður. Enda hafa krakkarnir æft sig fyrir keppnina af...
Lesa meiraHinn árlegi körfuboltaleikur milli nemenda og starfsfólks
Hinn árlegi körfuboltaleikur 10. bekkinga og starfsfólks Stóru-Vogaskóla fór fram eins og venja er. Spilað var í karla- og kvennaflokki. Leikar fóru svo að 10. bekkjar drengirnir lögðu karlana 16-15 í æsispennandi og jöfnum leik þar sem skipst var á forystu. Kvennaleikur var einnig hnífjafn og lauk með að konurnar sigruðu 10. bekkjar stelpurnar 18-...
Lesa meiraSumardagurinn fyrsti
Á morgun, fimmtudag, 20. apríl er sumardagurinn fyrsti og er hann almennur frídagur. Öll kennsla fellur niður þann dag Starfsfólk Stóru-Vogaskóla óskar ykkur gleðilegs sumars....
Lesa meiraÁrshátíð nemenda
Miðvikudagur 29. mars - uppbrotsdagur Allir nemendur mæta í skólann kl. 8:00. Dagurinn fer í undirbúning fyrir árshátíð og generalprufu fyrir 1. - 6. bekk, aðrir bekkir horfa á. Kennslu lýkur kl. 13. Frístund á hefðbundnum tíma í skóla. Nemendur í 1. - 6. bekk mæta aftur fyrir árshátíð í samkomulagi við kennara. Árshátíð 1. - 6. bekk í Tjarnarsal ...
Lesa meiraMerki skólans á skrifstofunni
Merki skólans hefur verið sett upp á vegg á skrifstofu skólans. Merkið hannaði Valgerður Guðlaugsdóttir sem starfaði sem myndmenntakennari við skólann um árabil. Valgerður lést í lok apríl 2021, langt fyrir aldur fram. Eiginmaður hennar, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, sem nú kennir myndmennt smíðaði verkið og er það nú komið upp á vegg....
Lesa meiraBekkjarkeppni - Stóra upplestrarkeppnin
Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.b. Þann 28. febrúar fór bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í Stóru-Vogaskóla. Eftir frábæran lestur nemenda á sögunni Kennarinn hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og völdum ljóðum eftir Kristján frá Djúpalæk, settust dómarar keppninnar yfir það vandasama hlutverk að velja þá þrjá sem munu...
Lesa meiraOrðalykill - málörvunarforrit
Viljum benda á málörvunarforritið Orðalykill. Mjög sniðugt til að þjálfa hlustunarskilning og vinnsluminni auk þess er þetta góður undirbúningur fyrir lestur. Forritið hentar einstaklega vel fyrir börn sem eru með málþroskaröskun og börn sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. https://www.mbl.is/.../islensk_born_fa_frian_adgang_ad.../ „Orð...
Lesa meiraLeikskólaheimsókn
Í dag fékk Stóru-Vogaskóli skemmtilega heimsókn frá elsta árgangi leikskólans og þá tilvonandi 1. bekkingum grunnskólans. Rölt var um skólann og hann skoðaður. Eftirsóttast var að heimsækja þær stofur þar sem systkini var að finna....
Lesa meiraTónfundur
Nemendur Bents tónlistarkennara komu saman á tónfundi í Tjarnarsal þann 15. febrúar. Heppnaðist fundurinn vel og er hér upprennandi tónlistarfólk á ferð....
Lesa meira