Fréttir

LEGO
5. febrúar 2015
LEGO

Stóru-Vogaskóli í FIRST LEGO League í Háskólabíói   Síðasta dag janúarmánaðar fór 7.b. í Stóru-Vogaskóla í FIRST LEGO League keppnina (FLL) í Háskólabíói. Þema keppninnar í ár var World Class eða Skóli framtíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Lið S...

Lesa meira
Ukulelenámskeið
4. febrúar 2015
Ukulelenámskeið

UKULELE     Í  mars og apríl  verður boðið upp á námskeið þar sem nemendur, 6-16 ára, geta lært að spila á Ukulele. Kennt verðu á miðvikudögum, strax eftir að skóla lýkur og verður fyrsti tíminn 4.mars og sá síðasti 22.apríl. Miðað er við 8 nemendur í hóp.   Ukulele er 4ra strengja hljóðfæri, lítur út eins og lítill gítar og því létt og meðfærilegt...

Lesa meira
Fréttabréf janúar 2015
17. janúar 2015
Fréttabréf janúar 2015

Skólavogin-Skólapúlsinn, fyrstu niðurstöður á þessu skólaári Í nokkur ár höfum við í Stóru-Vogaskóla tekið þátt í viðhorfskönnun meðal nemenda í 6.-10.bekk um virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda á vegum Skólapúlsins. Flestir grunnskólar á landinu taka þátt og getum við séð hvar við stöndum miðað við landið og miðað við síðustu ár. Þessar kannani...

Lesa meira
Jólakveðja
19. desember 2014
Jólakveðja

Starfsfólk Stóru-Vogaskóla óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Sjáumst endurnærð þann 6. janúar 2015 en þá hefst skólastarf samkvæmt stundatöflu....

Lesa meira
Jólatónleikum tónlistarskólans frestað
16. desember 2014
Jólatónleikum tónlistarskólans frestað

Jólatónleikum, sem áttu að vera í dag kl. 17:30, hefur verið frestað til fimmtudagsins 18.desember kl. 10. Tónlistarskóli Sveitarfélagsins Voga...

Lesa meira
Foreldrar sæki börn sín í skólann
16. desember 2014
Foreldrar sæki börn sín í skólann

Vegna óveðurs sem nú geisar á Suðurnesjum hefur verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn þeirra verði sótt í skólann, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.  Sjá nánar verklagsreglur: http://storuvogaskoli.is/Skolinn/Skolastarfid/Vidbrogd-vid-ovedri--Inform...

Lesa meira
Upplestur í Álfagerði
12. desember 2014
Upplestur í Álfagerði

Þriðjudaginn 9. desember var aðventustund hjá eldri borgurum í Álfagerði. Á dagskrá voru ýmis skemmtiatriði. Þar á meðal voru fjórði og sjöundi bekkur Stóru-Vogaskóla sem fluttu kvæðin Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum og Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi. Kvæðaflutningur bekkjanna var liður í upplestrarkeppni sem báðir bekkirnir taka þátt í á v...

Lesa meira
Öryggið í brennidepli í 3.bekk
28. nóvember 2014
Öryggið í brennidepli í 3.bekk

Öryggið í brennidepli í 3. bekk   Í vikunni fengum við gesti frá Brunavörnum Suðurnesja. Þeir fræddu okkur um eldvarnir á heimilum og ýmsar hættur sem geta stafað af óvarlegri meðferð elds. Nú þegar líður að aðventu stendur yfir landsátak hjá öllum nemendum í 3. bekk. Slökkviliðsmennirnir komu færandi hendi, meðal þess sem þeir færðu okkur var bó...

Lesa meira
Margt spennandi að gerast í Stóru-Vogaskóla
21. nóvember 2014
Margt spennandi að gerast í Stóru-Vogaskóla

Það er aldrei lognmolla í Stóru-Vogaskóla. Á milli þess sem nemendur sinna bóklegu- og verklegu námi undirbúa þeir einnig uppákomur eins og samverur þar sem þeir láta ljós sitt skína í látbragði, söng, upplestri, spurningakeppnum og leikjum. Afraksturinn birtist í færni til að koma fram og standa með sjálfum sér. Föstudaginn 21. nóvember fengu neme...

Lesa meira
Börn um allan heim
22. október 2014
Börn um allan heim

Yfirskrift þemadaga í Stóru-Vogaskóla var ,,Börn um allan heim“ og stóðu þeir yfir frá 15.-17.október. Hugmyndin kviknaði þegar Unicef sendi okkur beiðni um þátttöku í söfnun til styrktar þróunarhjálp fyrir börn og fannst okkur tilvalið að fræða okkar börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og  um aðstæður barna víða um heim. Þá notuðum við tækifæ...

Lesa meira
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • UNESCO
  • Mentor
  • Twinning School