Fréttir
Bragi setur skólamet í hástökki
Bragi Bergmann í 10. bekk hefur sett skólamet í hástökki. Hann stökk 1,65 m. Steinar Freyr Hafsteinsson í 9. bekk stökk 1,55 m og er hann staðráðinn í að bæta met Braga næsta vetur! Hér eru þeir kapparnir á mynd og má augljóslega sjá að methafinn brosir breiðara. Bragi og Steinar...
Lesa meiraKardemommubærinn 15. Mars kl. 14:00
Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda á yngsta- og miðstigi (1.– 7. Bekkur) Eins og áður hefur verið auglýst stendur foreldrafélagið fyrir leikhúsferð á sýninguna Kardemommubæinn þann 15. mars n.k. Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að niðurgreiða leikhúsmiða nemenda við skólann um 500 krónur á leiksýninguna sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Mi...
Lesa meira2. bekkur sér um skemmtiatriði á sal á morgun
2. bekkur á sal Föstudaginn 27. febrúar er komið að 2. bekk að sjá um skemmtiatriðin í Tjarnarsal. Það er von á góðri skemmtun undir stjórn Írisar umsjónarkennara. Búið er að æfa mikinn söng og er reiknað með að salurinn taki hressilega undir. Einnig mun Þorvaldur stjórna fjöldasöng þannig að tónlistin fær verulega að njóta sín þennan daginn. Þá he...
Lesa meira5. bekkur safnar fyrir ABC hjálparstarfið
Mikilvægt verkefni í Stóru-Vogaskóla Síðustu daga og þá næstu eru börnin í 5.bekk að safna peningum fyrir ABC hjálparstarf í landsátakinu Börn hjálpa börnum. Að þessu sinni verður safnað fyrir skólamáltíðum fyrir börnin í ABC skólunum en vegna lágs gengis íslensku krónunnar og hækkandi matarverðs í heiminum hefur verið erfitt að mæta kostnaði vegn...
Lesa meira1. og 8. bekkur á sal s.l. föstudag
Föstudaginn 20. febrúar voru það 1. og 8. bekkur sem sáu nemendum fyrir skemmtiatriðum á sal. Nemendur 8. bekkjar voru mest með leiki sem lukkuðust ágætlega og einnig spreyttu nemendur sig á að syngja lag ársins 2008 - Þú komst við hjartað í mér. Fyrsti bekkur flutti fjölbreytta dagskrá sem lauk með ljómandi fallegum sellóleik....
Lesa meiraSkólakeppni lokið fyrir Stóru upplestrarkeppnina
Í dag fór fram í Tjarnarsal keppni meðal nemenda í 7. bekk Stóru-Vogaskóla um það hverjir verða fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni. Bekkurinn hefur æft að undanförnu undir stjórn Ernu Gunnlaugsdóttur umsjónarkennara og árangur góður. Eftirtaldir nemendur báru sigur úr býtum og mæta keppendum úr Garði og Grindavík þann 12. mars n.k. en nú...
Lesa meiraGóð frammistaða í Skólahreysti 2009
Fimmtudaginn 12. febrúar tóku fjórir nemendur úr Stóru - Vogaskóla þátt í Skólahreysti. Nemendurnir voru Þorgerður Magnúsdóttir, Aldís Heba Jónsdóttir, Steingrímur Magnús Árnason úr 8. bekk og Steinar Freyr Hafsteinsson úr 9. bekk. Fyrst var keppt í upphýfingum og var það Steinar Freyr sem keppti í því. Hann náði 32 upphýfingum. Önnur greinin var ...
Lesa meiraFyrirlestur um öryggi barna á netinu
Heimili og skóli og SAFT í samvinnu við Símann standa að fræðsluherferð um þessi mál og er markmiðið m.a. að benda á örugga og jákvæða notkun netsins. Fyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 5. mars í Tjarnarsalnum klukkan 20:00. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá þessum aðilum þá er það margt sem þarf að varast; • Kannanir SAFT gefa til ...
Lesa meiraStefnumót við framtíðina - fundur 11. febrúar
Stefnumót við framtíðina - undirbúningur að skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Voga - verður í félagsmiðstöðinni miðvikudaginn 11. febrúar 2009 kl. 17.00-19.00. Kæru Vogamenn ! Á öðru stefnumóti Vogamanna við framtíðina verður umræða og kynning á drögum að skólastefnu Voga. Frá því stefnumót var haldið í nóvember hefur samráðshópur fjallað á þ...
Lesa meiraSkemmtileg íþróttahátíð
Íþróttahátíðin sem fram fór í gær var einstaklega skemmtileg og stóðu nemendur skólans sig með miklum ágætum bæði í almennum leikjum sem og í keppni við starfsmenn skólans. Hátíðin fór fram í samræmi við auglýsta dagskrá nema að drengir í unglingadeild mættu óvænt til leiks með fótboltalið. Að þessu sinni báru starfsmenn sigur úr býtum bæði í körfu...
Lesa meira













